Dekurvefir

Eitt af meginmarkmiðum Pjúsarafélagsins hefur alla tíð verið að stuðla að tæknivæddari heimi og bættri upplýsingamenningu. Til að njóta hins tæknivædda heims hefur Pjúsarafélagið unað sér við nokkur viðfangsefni og haft undir verndarvæng sínum til lengri eða skemmri tíma sér til tæknilegra unaðssemda. Hefur þeim venjulega verið spillt af eftirlæti. Eru hér nefnd nokkur þau helstu bæði um umsjá Pjúsara og annarra aðila.

www.ma.is. Vefur Menntaskólans á Akureyri. Umsjón Lára Stefánsdóttir. Vefur MA var til skamms tíma hýstur hjá Pjúsarafélaginu meðan MA var að koma sér upp eigin vefmiðlara síðla árs 1998.

www.eldhus.is. UppskrifaWWWefurinn í umsjón Ingimars og Sigurðar hefur verið hýstur víða en varð fyrsti skjólstæðingur Pjúsarafélagsins fyrst undir matur.pjus.is en frá 3. mars 2000 sem www.eldhus.is.

www.bilaspjall.is. Áhugamála og spjallvefur um bíla og bílatengd málefni í umsjón Ingimars.

www.42.is. Þann 29. maí 2002 fengu Pjúsararnir Ingimar, Sigurður og Tryggvi lénið 42.is. Verður það notað til að miðla sannleikanum um tilgang lífsins og öðru því sem tengist þessari merku tölu.

www.anima.is. Heimasíða Animu, félagssálfræðinema við HÍ í umsjón Tryggva. Anima hýsti heimasíðu sína með mjög metnaðargjörnum hætti hjá Pjúsarafélaginu veturinn 2000 til 2001. Minnkaði eftir það virkni síðunnar og varð hún að lokum óvirk.

www.utn.is. Vefur um upplýsingatækni fyrir framhaldsskóla í umsjón Láru Stefánsdóttur og Ásrúnar Matthíasdóttur. Vefurinn fór í loftið 10. desember 2001.

Leikjabankinn á www.leikjavefurinn.is. Vefur með leikjum fyrir börn á öllum aldri í umsjón Ingvars Sigurgeirssonar prófessors við KHÍ. Vefurinn var settur upp hjá Pjúsarafélaginu í byrjun árs 2002.

Auk ofangreindra eru ýmis minni verkefni svo og heimasíður og gæluverkefni meðlima allt eftir tækniþorsta félagsmanna hverju sinni.

Íðilvinir Pjúsarafélags Íslands

Pjúsarafélag Íslands á sér einn íðilvin. Íðilvinur er sá sem Pjúsarafélagið vill dekra við á alla lund. Þetta er Leikjabankinn, www.leikjavefurinn.is en Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við KHÍ hefur reynst Pjúsarafélaginu íðilvinur. Ástæðan fyrir því að leikjabankinn varð fyrir valinu var hin óendanlega þörf Pjúsara fyrir að leika sér.